Karellen

Leikur að læra

Leirvogstunguskóli er fyrsti leikskólinn sem fékk vottun sem LAL leikskóli. LAL stendur fyrir Leikur að læra. Leirvogstunguskóli hefur undanfarin þrjú ár unnið markvisst eftir kennsluaðferðinni og tók þátt í þróunarverkefni með góðum árangri. Markmið okkar hefur nú verið náð, að verða Leikur að læra leikskóli.
Aðferðin gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, form og liti í gegnum leik og hreyfingu á faglegan, skemmtilegan og árangursríkan hátt. Leikur að læra hugsar námsefnið út frá sjónarhorni barna og þörf þeirra til að hreyfa sig og leika sér.

Leikur að læra heilsukynning

© 2016 - 2022 Karellen