Karellen
news

Vikan 15-19 maí

19. 05. 2017

Heil og sæl kæru foreldrar,

Helstu fréttir af okkur á Leirukoti eru þær að vikan hefur verið vel nýtt í útiveru þar sem veðrið hefur verið dásamlegt. Börnin elska að fara út að leika sér léttklædd og njóta sólarblíðunnar. Að gefnu tilefni viljum við minna á að koma með bæði léttan fatnað (og skó) á börnin ásamt því að hafa hlýrri föt þegar blæs og rigningarbúnað þegar þess er þörf.

Bæði lús og njálgur hefur komið upp í leikskólanum svo við viljum brýna fyrir foreldrum að halda áfram að lúsakemba börnin sín, klippa neglur og minna börnin á að þvo sér reglulega um hendur.

Sveitaferðin skemmtilega er svo næsta mánudag og hlakkar okkur mikið til. Auglýsing hangir uppi fyrir framan deildina þar sem nánari upplýsingar er að finna og við viljum minna á að greiða þarf fyrir ferðina til starfsfólks deildarinnar.

Nýjar myndir eru væntanlegar á síðuna í næstu viku!

Kær kveðja

Starfsfólk Leirukots© 2016 - 2022 Karellen