Karellen
news

Fréttasíðan loksins komin í gagnið!

15. 05. 2017

Góðan dag kæru foreldrar,

Nú höfum við loksins tekið í gagnið þessa fréttasíðu fyrir foreldra barna á Leirukoti. Hér munum við setja inn deildarfréttir og tilkynningar ef við á.

Fyrst og fremst viljum við láta foreldra vita af því að myndir frá gömlu heimasíðunni eiga að vera komnar hér inn á nýju heimasíðuna, merktar nöfnum barnanna.

Annars vegar viljum við minna á sveitaferðina sem verður mánudaginn 22. maí - auglýsing og skráningablað hefur verið hengt upp á töflu fyrir framan deildina - svo foreldrar endilega skráið ykkar barn.

Bestu kveðjur Anna, Irene og Stefanía

© 2016 - 2022 Karellen