Karellen

Starfsemi foreldrafélagsins

Foreldrafélag Leirvogstunguskóla var stofnað 20.nóvember 2011. Foreldrafélagið er félag allra foreldra barna á leikskólanum og ganga foreldrar/forráðamenn sjálfkrafa í félagið þegar barnið byrjar í leikskólanum. Á hverju hausti er haldinn aðalfundur félagsins þar sem dagskrá skólaársins er kynnt og gjald vetrarins ákveðið. Sá peningur sem safnast í sjóðinn er eingöngu notaður til að auka fjölbreytni fyrir börnin okkar í leikskólanum. Meðal þess sem foreldrafélagið stendur fyrir og greiðir er ferð í Hamrahlíðarskóg að sækja jólatré, jólagjafir frá jólasveininum á jólaballi, vorhátíð og fleira. Á stofnfundi foreldrafélagsins sem haldinn var 20. nóvember s.l. var ákveðið að hafa árgjaldið 5000 kr per barn, sem greiðist í tvennu lagi, 2.500kr í október og 2500kr í mars.

Foreldrafélagið er með Facebook hópinn "foreldrafélag Leirvogstunguskóla" og hvetjum við alla foreldra til að sækja um aðgang.

Foreldrafélagið fær netfangalista foreldra frá leikskólanum svo hægt sé að senda fréttir og upplýsingar í tölvupósti. Þeir sem óska eftir að vera á þeim lista (eða óska eftir að vera fjarlægðir) eru vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á foreldrafelag.leirvogstungu@gmail.com.

Jólatrésferð í Hamrahlíðarskóg 2011


Lög foreldrafélags Leirvogstunguskóla


1. gr.
Félagið heitir Foreldrafélag Leirvogstunguskóla.
Félagið starfar skv. 4. kafla laga um leikskóla nr. 90 frá 2008.


2. gr.
Heimili félagsins og varnarþing er í Laxatungu 70, 270 Mosfelssbæ.

3. gr

Tilgangur félagsins er að:

  • vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í leikskólanum
  • stuðla að velferð barnanna
  • efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks leikskólans
  • styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og þroskaskilyrði
  • koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál og
  • stuðla þannig að styrku uppeldisstarfi leikskólans sem og ytri umgjörð hans

4. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að:

  • koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál.
  • standa að upplýsingamiðlun til foreldra m.a. með útgáfu fréttabréfs
  • veita stjórnendum leikskólans lið við að efla innra og ytra starf skólans
  • taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög


5. gr.
Stofnfélagar eru:

Hrund Guðmundsdóttir

Hulda Sóllilja Aradóttir

Kristín Bjarnadóttir

Sunna Miriam Sigurðardóttir

Herdís Rós Kjartansdóttir6. gr.
Allir foreldrar og forráðamenn barna í Leirvogstunguskóla eru sjálfkrafa aðilar að félaginu á meðan barnið dvelur í skólanum.


7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð þremur aðalmönnum þ.e. formanni, gjaldkera og ritara. Ákjósanlegast er að hver deild skólans eigi fulltrúa í stjórninni.

Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en tvisvar sinnum á önn.
Dagleg umsjón félagsins annast stjórn félagsins.
8. gr.
Starfstímabil félagsins er skólaárið frá ágúst fram í júlí. Aðalfund skal halda á tímabilinu 1. sept. til 15. okt. ár hvert.

Skal boða til hans með auglýsingu með minnst viku fyrirvara og telst hann því aðeins löglegur sé löglega til hans boðað.

Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Allir félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi.

Dagskrá aðalfundar skal vera þessi:

a) Skýrsla um starfsemi félagsins
b) Reikningar félagsins
c) Kosning til stjórnar
d) Lagabreytingar
e) Ákvörðun um árgjald
f) Önnur mál


9. gr.
Árgjald félagsins er innheimt tvisvar á ári.
Árgjald er ákveðið á aðalfundi.


Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins og öðlast gildi

© 2016 - 2022 Karellen