Karellen

Erasmus+ verkefnið okkar heitir "Play to Learn, Learn to Play. A European focus on early education settings". Þetta verkefni er unnið með styrk frá Erasmus+, samstarfsáætlunar ESB. Verkefnatíminn er frá september 2016 til loka maí 2018.

Samstarfslönd okkar eru Írland, Spánn, Portúgal, Ítalía og Grikkland. Markmið verkefnisins er að skoða nýjungar í kennslu ungra barna í Evrópu sem og að skoða kennsluaðferðir í samstarfslöndum okkar.

Heimasíða verkefnins okkar.

Börn í Evrópu búa við mismunandi aðstæður og upplifa misjafna hluti. Þau eiga það sameiginlegt að þau læra á sinn einstaka hátt, í gegnum skynjun, upplifun og þörf þeirra til að leika sér og hreyfa sig. Í okkar sameiginlega verkefni er áhersla á að tengja Evrópskt börn saman, að þau læri um aðra menningu, önnur tungumál og aðrar hefðir en okkar eigin. Í verkefninu er einblínt á ákveðin þemu þar sem börnin í samstarfsskólunum taka þátt í og læra þannig um venjur og hefðir í öðrum Evrópu löndum. Þemun fyrir árið 2016-2017 eru meðal annars þessi: christmas, my country, transport, food, weather, music and dance.

Fyrsta heimsóknin var til Catania á Sikiley, í Comprehensive Institute Elio Vittoriniis staðsettan í San Pietro Clarenza. Móttökurnar voru frábærar þar sem einblínt var á dans og söng og skoðunarferð í kennslustofur fyrir börn á aldrinum 2-15 ára. Aðstæður barna í skólakerfinu víðsvegar um Evrópu eru misjafnar og má segja að kennsluhættir í Catania séu frábrugðnar þeim sem við eigum að venjast. Börn byrja "skóla" tveggja ára og þurfa að vera hætt með bleyju og vera nokkuð sjálfstæð. Þau sitja við kennsluborð í stórum bekk með einum kennara. Aðstæður barna eru margar hverjar dapurlegar, mikil fátækt ríkir í borginni og glæpatíðni er há. Stór partur af kennsluháttum í skólanum miðast við að gefa börnunum athvarf frá heimilisaðstæðnum og efla sjálfstæði og þroska þeirra. Það verður áhugavert að taka á móti Erasmus hópnum hér í Leirvogstunguskóla og sýna þeim okkar hefðbundna skólakerfi.

Önnur ferðin var núna í lok janúar til Salesianos el Pilar sem er skóli í Soto del Real, sem er 40 km frá Madrid á Spáni. Skólinn er bæði ríkis og einkarekin og því aðstæður nokkuð frábrugðnar frá þeim í Catania. Mótttökurnar voru einstaklega góðar og greinilegt að heimsóknin var undirbúin vel og vandlega. Það sem var skemmtilegt við þessa ferð var að kennarar fengu að eyða heilum kennsludegi inn í skólastofunni og aðstoða kennarann, fylgjast með og sjá hvernig kennsluhættir ungra barna eru. Í þessari ferð var einnig haldin keppni um lógó verkefnisins sem og lukkudýr. Við fórum með fiskinn "UGGA" sem syndir á milli samstarfslandanna í Evrópu þar sem öll löndin liggja að sjó. Uggarnir hans voru í stíl við fánaliti þeirra landa sem taka þátt í verkefninu með okkur. Við vorum mjög stoltar af okkar framlagi en hann fékk samt ekki fyrstu verðlaun!

Dagskráin var einnig mjög fullskipuð, allir klukkutímar sólahringsins voru vel nýttir bæði til skólaheimsókna og menningarferða enda hefur Madrid að geyma einstaka sögu og fornminjar sem vert er að skoða. Kennarar komu þreyttir en sælir heim með fullt af nýjum kennsluhugmyndum í farteskinu!

Næsta ferð er áætluð um miðjan maí til Colégio José Álvaro Vidal skólans sem er staðsettur í Lisbon. Undirbúningur fyrir þá ferð í nú í fullum gangi ásamt þemavinnunni okkar :)


© 2016 - 2022 Karellen