Karellen
  • Hlífðar- og aukaföt

Mikilvægt er að barnið hafi þau útiföt sem henta hverju sinni. Í töskunni verður alltaf að vera pollagalli, stígvél, þykk peysa(flíspeysa), ullarsokkar, húfa og vettlingar. Í körfunni í fataklefa verða að vera aukaföt s.s. nærföt, sokkar, sokkabuxur (gammósíur), buxur og peysa. Einnig er gott að hafa meðferðis auka vettlinga og húfu ef blautt og kalt er í veðri.

  • Merkingar fatnaðar

Afar mikilvægt er að merkja föt barnanna því það er alltaf leiðinlegt þegar eitthvað týnist. Nær ógjörningur er fyrir starfsfólk að þekkja föt allra barnanna en merkingar auðvelda okkur mjög starfið. Við bendum á fatatúss og fatamerkingar.

© 2016 - 2022 Karellen