news

Næstu dagar í Leirvogstunguskóla

12. 02. 2021

Kæru foreldrar

Í næstu viku verður heldur betur glatt á hjalla hér hjá okkur í Leirvogstunguskóla.

Við byrjum vikuna á bolludegi á mánudaginn 15. febrúar og þá verða í boði allskyns gómsætar bollur, fiskibollur í hádeginu og rjómabollur í nónhressingunni. Öll börn fara heim með glæsilega bolluvendi sem þau hafa verið að búa til í vikunni.

Sprengidagurinn er þriðjudaginn 16. febrúar og þá ætlum við að borða saltkjöt og baunir, eins og hver og einn getur í sig látið.

Öskudagurinn er miðvikudaginn 17. febrúar og verður þá heilmikið húllum hæ hér hjá okkur en þá er börnunum velkomið að koma í öskudagsbúningum eða furðufötum í tilefni dagsins. Við munum skella okkur á öskudagsball þar sem við munum syngja, dansa og hafa gaman saman????

Ég vil jafnframt minna á starfsdaginn okkar sem er mánudaginn 22. febrúar n.k. og verður skólinn lokaður þann daginn.

Eitt að lokum - ég vil minna alla foreldra góðfúslega á að halda áfram að mæta með grímu í fataklefana og spritta hendur við komu.

Bestu kveðjur og góða helgi, starfsfólk Leirvogstunguskóla


© 2016 - 2021 Karellen