Starfsemi foreldrafélagsins
Foreldrafélag Leirvogstunguskóla var stofnað 20.nóvember 2011. Foreldrafélagið er félag allra foreldra barna á leikskólanum og ganga foreldrar/forráðamenn sjálfkrafa í félagið þegar barnið byrjar í leikskólanum. Á hverju hausti er haldinn aðalfundur félagsins þar sem dagskrá skólaársins er kynnt og gjald vetrarins ákveðið. Sá peningur sem safnast í sjóðinn er eingöngu notaður til að auka fjölbreytni fyrir börnin okkar í leikskólanum. Meðal þess sem foreldrafélagið stendur fyrir og greiðir er ferð í Hamrahlíðarskóg að sækja jólatré, jólagjafir frá jólasveininum á jólaballi, vorhátíð og fleira. Á stofnfundi foreldrafélagsins sem haldinn var 20. nóvember s.l. var ákveðið að hafa árgjaldið 5000 kr per barn, sem greiðist í tvennu lagi, 2.500kr í október og 2500kr í mars.
Foreldrafélagið er með Facebook hópinn "foreldrafélag Leirvogstunguskóla" og hvetjum við alla foreldra til að sækja um aðgang. Foreldrafélagið fær netfangalista foreldra frá leikskólanum svo hægt sé að senda fréttir og upplýsingar í tölvupósti. Þeir sem óska eftir að vera á þeim lista (eða óska eftir að vera fjarlægðir) eru vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst á foreldrafelag.leirvogstungu@gmail.com. Jólatrésferð í Hamrahlíðarskóg 2011 Lög foreldrafélags Leirvogstunguskóla
3. gr Tilgangur félagsins er að:
4. gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að:
Hrund Guðmundsdóttir Hulda Sóllilja Aradóttir Kristín Bjarnadóttir Sunna Miriam Sigurðardóttir Herdís Rós Kjartansdóttir
Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en tvisvar sinnum á önn. Skal boða til hans með auglýsingu með minnst viku fyrirvara og telst hann því aðeins löglegur sé löglega til hans boðað. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Allir félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi.
|